4. bekkur í heimsókn í Birkilundi 10 .nóv. 2014.
Í gær komu krakkar úr 4. bekk Varmahlíðarskóla og heimsóttu krakkana í Birkilundi. Þau heimsóttu Kvistaland, Könglaland og Furuland. Það var ýmislegt brasað s.s. leikið í dúkkuleikjum, kubbum, spilað og teiknað og ymislegt fleira. Sumir hittu systkini og aðrir frænkur og/eða frændur. Okkur á Birkilundi fannst mjög gaman að fá þessa heimsókn og hlökkum til þeirrar næstu.
Smíðar með 5. bekk 3. nóv. 2014
Steinahópur fór í smíðatíma með 5. bekk í gær. Þar voru þau að búa til skip. Þau þurftu að finna kubba til að líma á skipin sín og pússa svo allt. Þetta límdu þau síðan saman og máluðu svo. Krakkarnir höfðu eins og vanalega mjög gaman af þessu og hlakka til að fara í næstu heimsókn.
Náttfataball með 1. bekk 23. okt. 2014
1. bekkur kom í heimsókn í Birkilund í gær. Steinahópurinn tók á móti þeim og allir í náttfötunum tilbúnir á náttfataball. Krakkarnir voru í miklu stuði og dönsuðu í klukkutíma. Þeim þótti eins og alltaf gaman að hittast og virtust skemmta sér vel saman. Steinahópur bauð síðan 1. bekk upp á ávexti áður en þau þurfu að fara aftur í skólann.
Byrjendalæsi og matur í Varmahlíðarskóla 8. okt. 2014
Steinahópur fór í byrjendalæsi með 1. bekk í gær. Þeim var skipt í 5 hópa með krökkunum í 1 bekk og fóru í stöðvavinnu. Þar voru þau að spila stafaspil, léku sér með kubba, bjuggu til nafnspjöld og köstuðu á milli sín stafabolta. Þegar byrjendalæsitíminn var búinn fóru þau í mat með yngri bekkjum Varmahlíðaskóla. Steinahópur skemmti sér vel og þótti gaman að hitta aftur krakkana sem voru með þeim á Könglalandi í fyrra vetur ásamt öðrum sem þau hittu..