07.01.2022
Grímuskylda er fyrir foreldra og aðra utanaðkomandi í leikskólanum þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra fjarlægðarmörk. Starfsfólk notar grímur í samskiptum við foreldra og sín á milli þegar ekki er hægt að halda tveggja metra fjarlægð. Handþvottur og sprittun eru mikilvæg til að tryggja betri sóttvarnir.