Foreldrafundur Birkilundar var haldinn í matsal Varmahlíðarskóla miðvikudag 20. október kl 20:00. Mæting var ágæt. Steinunn leikskólastjóri kynnti ytra mat, sem fram fer í leikskólanum 1. og 2. nóvember. Einnig kynnti hún námskeiðið Tölum saman: gæðamálörvun í leikskólanum, sem tveir kennarar leikskólans sitja í vetur. Viðkomandi kennarar miðla efni námskeiðsins til annarra kennara skólans og allir reyna að nýta sér þær aðferðir sem kynntar eru og þannig styrkjum við enn betur þá málörvun sem fram fer. Ýmis önnur verkefni og viðfangsefni leikskólans voru kynnt og einnig niðurstöður foreldrakönnunar sem fram fór í febrúar síðastliðnum. Varpað var fram spurningum varðandi vettvangsferðir og viðburði. Í framhaldi af þeim umræðum mun starfsfólk leikskólans taka ákvörðun um hvernig framkvæmd verður á því á skólaárinu. Í lokin upplýsti Steinunn að á næstu dögum væri von á fyrstu teikningum af nýju leikskólahúsnæði í viðbyggingu við húsnæði Varmahlíðarskóla. Einnig upplýsti hún að vilji væri til þess að bæta bankahúsnæði við Reyniland til þess að bæta úr þeim vanda sem nú er í vistunarmálum og að stefnt væri að því að það húsnæði yrði tilbúið fljótlega upp úr áramótum.
Aðalfundur foreldrafélagsins var haldinn í framhaldi af hinum fundinum. Farið var yfir starfsemi félagsins og reikninga. Brynja Hödd Ágústsdóttir kom inn í stjórn í stað Kristvinu Gísladóttur. Stjórnin er þá þannig skipuð: Ditte Clausen formaður, Sigrún Helgadóttir gjaldkeri, Lilja Bjarnadóttir ritari, Hrund Þorgeirsdóttir/Björn Ólafsson og Brynja Ágústsdóttir meðstjórnendur. Í foreldraráði eru Kristín H. Bergsdóttir, Heiðrún Eymundsd. og Helga Rós Sigfúsdóttir.