MYNDIR KOMNAR Í MYNDAALBÚM
1-9 júní 2017
Það sem af er júní er búið að vera rólegt hjá okkur á Könglalandi. Það var kveðju-/ísveisla í síðustu viku þar sem við fengum okkur göngutúr á Reyniland og hittum börnin þar og borðuðum í með þeim og lékum svo saman. Það er alltaf gaman að fara á Reyniland og hitta börnin þar. Það átti líka að vera Reykjarhólsdagur og þá ætluðum við að labba með nesti á Reykjarhólinn og setjast þar og borða nestið. Veður hefur ekki verið okkur hagstætt síðustu daga svo að við ákváðum að bíða með Reykjarhólsdaginn þar til að veðrið myndi skána, að minnsta kosti þar til styttir. Við ætlum hins vegar að fara við fyrsta tækifæri. Þrátt fyrir kulda og rigningu þá erum við samt mikið úti og börnunum finnst það ekki leiðinlegt að geta sullað með vatnið þannig að þau una sér vel í útiveru og þess á milli í leik inni. Við opnum ennþá á milli deilda og þá hittast börnin á báðum deildum í leik.
Apríl og Maí 2017
Mikið er búið að vera að gera í apríl og maí. Könglaland fór í Glaumbæjarheimsókn 18. apríl og þar tóku á móti okkur Ylfa og Berglind sem að sýndu okkur gamla bæinn og sögðu okkur aðeins frá hvernig lífið var í gamla daga og hvernig hlutirnin sem við sáum voru notaðir. Sólarhópur fór síðan í sund með 7. bekk Varmahlíðarskóla og var það mikið fjör og allir svo til óhræddir við að skella sér í laugina. Sólarhópur bauð síðan foreldrum í heimsókn í Varmahlíðarskóla til að sýna þeim skólann og hvar þau koma til með að vera næstu vetur. Slökkvistöðvar seimsókn sem átti að vera 19. apríl frestaðist um 2 vikur og við fórum 4. maí og skoðuðum slökkvistöðina, þar tók Guðmundur slökkviliðsstjóri á móti okkur og sýndi okkur tæki og búnað slökkviliðsins. Við fórum að horfa á sæluvikuleikrit í Varmahlíðarskóla með leikhópnum Lottu og í beinu framhaldi af því fór Sólarhópur í gönguferð með 1.-3. bekk. Sólarhópur hefur haft mikið að gera í maí mánuði, þau hafa verið að vinna lokaverkefnið sitt í leikskólanum. Þau eru búin að vera að æfa leikritið Litla rauða hænan, sem þau sýndi svo fimmtudaginn 18. maí, fyrst var sýning fyrir börnin á leikskólanum og 1. bekk í Varmahlíðarskóla fyrir hádegi og eftir hádegi buðu þau svo foreldrum að koma og sjá leikritið og við viðstödd útskrift úr skólahóp og buðu svo upp á kaffi og meplæti á eftir. Þetta gekk vel og krakkarnir stóðu sig frábærlega í þessu öllu. 23. maí sl. fórum við svo í sveitaferð, í þetta sinn var okkur boðið í Syðra Skörðugil og þar byrjuðum við á að fara heim til Sigríðar. Elvar og Fjóla tóku á móti okkur í hesthúsunum og fjárhúsunum, Sigríður sýndi okkur lambið sitt hana Rósu sem allir sem vildu fengu að halda á. Við skoðuðum kindur og lömb og hesta hjá þeim og svo var okkur boðið upp á djús að drekka áður en við færum að skoða minkana hinu megin við veginn. Við fórum síðan heim til Eddu þar sem Einar og Ásdís tóku á móti okkur og sýndu okkkur minkana. Við sáum fullorðna minka og allir þurftu að passa að hafa hendur hjá sér og setja ekki putta í búrin en síðan fengum börnin að halda á litlum minkahvolpum. Síðan var okkur boðið upp á kökur og svala á eftir. Edda bauð svo krökkunum að hoppa á trampólini og skoða litla húsið sitt sem er í garðinum hjá henni. Mjög skemmtileg ferð og allir skemmtu sér vel og höfðu gaman. Takk fyrir okkur Einar, Sólborg, Elvar, Fjóla og Ásdís. Í næstu viku er kveðjuveisla og ætlunin að fara Reykjarhólsferð ef veður leyfir.
3. - 7. apríl 2017
Það var bókavika þessa viku. Á þriðudagsmorgun bökuðum við brauð og svo var foreldrum boðið í kaffi til okkar eftir hádegið. Það var full deild af foreldrum og börnum og við þökkum foreldrum fyrir komuna. Við erum búin að nota þessa viku í að klára páskaföndrið sem á að fara með heim í þessari viku. Skólahópurinn átti að fara í náttúrufræði með 10. bekk á miðvikudag en það féll niður vegna fjarveru kennara í Varmahlíðarskóla. Næstu heimsóknir verða því ekki fyrr en síðustu vikuna í apríl. María á Kvistalandi sem hefur verið með Lindu og Fanney í hópastarfi hætti í vikunni og við þekkum henni fyrir samstarfið, við hennar starfi hefur tekið Eva Berglind. Hún mun vera á Kvistalandi en koma í stað Maríu í hópastarf á mánudögum og miðvikudögum á Könglalandi. Stafur vikunar er Ó og tákn vikunar er gulur. Framundan er svo páskafrí í næstu viku og leikskólinn er lokaður á miðvikudaginn 12. apríl nk. vegna starfsmannafunda. Leikskólinn er líka lokaður föstudaginn 21. apríl nk. en þá er starfsdagur. Við á Könglalandi óskum ykkur Gleðilegra páska, njótið frídaga og samveru hvors annars .
27. - 31. mars
Börnin á Könglalandi eru búin að gera ýmislegt þessa viku. Við erum byrjuð að föndra fyrir páskana eins og sjá má á deildinni okkar. Hópastarfið var á sínum stað og stafur vikunar var Æ og við unnum aðeins með hann. Linda er í frí þessa viku og fram í næstu og Ragga Lára er í afleysingum fyrir hana á meðan. Skólahópurinn fór á mánudag í lífsleikni með 8. bekk í Varmahlíðarskóla, þar fóru þau í ratleik um skólann og leystu léttar þrautir með hjálp krakkana í 8. bekk. Á þriðjudag var síðasti tónlistartími vetrarins hjá okkur á Könglalandi, Kristín Halla var með tónlist og leiki sem allir höfðu gaman af. Við þökkum Kristínu Höllu fyrir veturinn. Á miðvikudag fórum við í fyrstu skógarferðina í langan tíma og allir skemmtu sér vel í skóginum eins og vanalega. Það var opið milli deild að venju á mánudag, fimmtudag og föstudag. Í næstu viku ætlum við að bjóða foreldrum í kaffi til okkar í Birkilundi.
20.- 24. mars
Þessa vikunar var Fanney í fríi og Ragga Lára var í afleysingum á fimmtudag og föstudag. Á þriðjudag var foreldrum boðið að koma í íþróttahúsið til okkar og horfa á og vera með í íþróttatíma. Það var mjög gaman að sjá hvað margir foreldrar koma og tóku þátt með okkur í þessu. Á þriðjudaginn var einnig brjálaður hárdagur í Birkilundi og komu flestir með ansi skrautlegt hár. Margir komu líka í mislitum sokkum í tilefni af alþjóðlega Downa deginum sem var sama dag. Á miðvikudag fór skólahópur síðan upp í Varmahlíðarskóla og fór í upplýsingatækni og íþróttir með 3. bekk. Börnin skemmtu sér mjög vel og fengu Ipad til að vera í og aðstoð frá 3. bekkingum. Þau fóru síðan með 3. bekk í íþróttatíma þar sem þeim var skipt í hópa með 3. bekk og gerðu hinar ýmsu þrautir. Stafur vikunar er Ð og við unnum með hann í vikunni. Við erum líka aðeins byrjuð á páskaföndri sem við ætlum að vinna í rólegheitum fram að páskum.
13. - 17. mars
9. bekkur kom í heimsókn til okkar á Birkilund og voru með okkur í leik og öllum þótti gaman að fá þau í heimsókn. Þau voru alveg ófeimin að skella sér að spila og lesa fyrir krakkana ásamt öðrum leik sem þau fóru í með þeim. Kristín Halla kom og var með tónlistartíma og það var að venju mjög skemmtilegt. Hún hefur verið að spila Pétur og úlfinn og síðan fengi börnin fjaðrir sem þau unnu svolítið með og máttu svo eiga og fara með heim, einhverjar urðu þó eftir í skúffunum þeirra. Stafur vikunar er Ð og við unnum með hann og krakkarnir föndruðu starfinn.
6. - 10. mars
Skólahópurinn fór í heimsókn á Löngumýri á þriðjudag. Þau kynntu sig og sungu síðan fyrir eldri borgara þar, þau fengu síðan djús, pönnukökur og kleinur að borða. Helga færði þeim síðan ís líka. Þetta gekk mjög vel og börnin stóðu sig mjög vel í kynningu og söng og voru alveg ófeimin. Í vikunni fórum við í Íþróttahúsið og hópastarfið var á sínum stað. Þau lærðu einnig staf vikunar sem er Þ og föndruðu með hann. Snjórinn er á sínum stað úti, börnunum til mikillar gleði og þau renna sér eins og enginn sé morgundagurinn og leika sér í snjónum og eru alsæl með útiveruna.
1. - 3. mars
Marsmánuður byrjaði á öskudaginum og eru komnar inn myndir frá honum. Stafur vikunar er Á
___________________________________________________________________________________________________________________________
Febrúar 2017
Í febrúar er búið að vera ýmislegt um að vera. Hópastarf hefur verið í sínum skorðum og við vinnum með staf vikunar í hverri viku og eru börnin orðin mjög dugleg að þekkja stafina. Það voru nokkrir uppákomudagar, það var grænn dagur þar sem börn og kennarar gátu komið í einhverju grænu. Kjóla og skyrtudagur var einnig í febrúar. Dagur leikskólans var 6. febrúar og þá héldum við líka upp á afmæli Birkilundar og buðum foreldrum í morgunmat hjá okkur. Bollu og sprengidagur var líka í endaðan febrúar og börnin borðuðu vel af bollum og þegar kom að því að borða svo mikið að maður myndi springa þá voru þau varkárari en voru samt dugleg að smakka baunirnar og borða saltkjötið. Veðurblíðan var einstök í febrúar og nýttum við hana mjög vel til útiveru og við eyddum töluverðum tíma úti í febrúar þar sem börnin gátu m.a. krítað á stéttirnar sem við erum ekki vön að gera á þessum tíma. Tvisvar í viku er opið á milli deilda og börnin geta valið hvar þau leika sér og þá hefur gengið mjög vel. Þá fáum við börn af Kvistalandi til okkar í leik og börnin af Könglalandi fara á Kvistaland ef þau vilja. Börnin kláruðu að fylla blöðrurnar og í umbun voru þau búin að velja sér bíó og snakk dag sem þau að sjálfsögðu fengu. Tónlist og íþróttahúsið eru líka á sínum stað sitthvora vikuna og alltaf jafn gaman. Myndir frá febrúarmánuði eru komnar inn í myndasafnið.
___________________________________________________________________________
Janúar 2017
23. - 27 janúar
Það var ýmislegt um að vera í þessari viku Við byrjuðum á vikuna á hópastarfi og svo var opið val á milli deilda á mánudaginn, á þriðjudaginn fórum við svo í íþróttahúsið og þar vorum við að gera ýmsar þrautir sem börnin stóðu sig vel í. Á miðvikudaginn var héldum við svo smá þorrablót þar sem börnin voru mjög dugleg að smakka þorramatinn en fannst hann mis góður. Þá fengu allir víkingakórónur sem við vorum búin að vera að búa til. Ari og Júlía komu til okkar í leikskólaval eftir hádegi á miðvikudag og börnunum finnst alltaf jafn skemmtilegt að fá þau til að leika við sig, hvort sem það er inni eða út. Á fimmtudaginn var svo hópastarf og opið val á báðum deildum. Sólarhópurinn fór svo í heimilisfræði með 5 og 6. bekk í Varmahlíðarskóla og borðaði síðan í mötuneytinu á eftir tíma. Krakkarnir stóðu sig vel í bakstrinum og gaman að sjá hvað þau unnu vel saman. Lilja Margrét og Katrín komu í leikskólaval til okkar og voru með krökkunum í hópastarfi og vali. Í þessari viku er búið að vera mjög gott veður og við búin að vera mikið úti líka. Á mánudaginn 30. janúar er svo lokað á Birkilundi vegna skipilagsdags starfsfólks, þar sem starfsfólk ætlar að vinna að innra mati á starfi leikskólans ásamt ýmsu fleiru. Góða helgi
16.- 20 janúar
Það var svolítið um veikindi á Könglandi þessa viku. Skólahópurinn átti að fara í myndmennt hún fékk niður sökum veikinda barna. Áætlað er að fara í febrúar í staðinn. Það var rugldagur á þriðjudaginn á Birkilundi og þá mættum við mis mikið rugluð, sumir gleymdu að klæða sig og aðrir snéru fötunum öfugt. Kennararnir rugluðust aðeins því að það var skúffukaka í morgunmat og morgunkorn í síðdegishressingunni. Diskarnir voru svo lagðir á stólana í hádeginu og allt var í rugli og á hvolfi þennan dag. Alltaf skemmtilegt að hafa svona daga. Við áttum að vera í tónlist í þessari viku en hún féll niður vegna veikinda hjá Kristínu Höllu. Á miðvikudag byrjaði leikskólavalið aftur og þá komu Ari og Júlía og verða þau á miðvikudögum næstu vikurnar á Könglalandi. Á fimmtudaginn komu síðan Lilja Margrét og Katrín til okkar á Könglalandi í leikskólaval og þær verða einnig á Könglalandi á fimmtudögum næstu vikur. Börnunum finnst alltaf gaman þegar krakkarnir koma og eyða tíma með þeim. Á föstudaginn var bóndadagur og þá var líka gömlufata dagur. Komu börnin þá í fötum sem tilheyrðu gömlum dögum. Það eru komnar myndir af starfinu í vikunna á myndasíðuna.
9. -13. janúar
Þessa viku byrjuðum við aftur í hópastarfi, og skólahópurinn fór að heimsækja 1. bekk í Varmahlíðarskóla og saman voru krakkarnir í leikur að læra þar sem þau fóru í stafabingó og smá stærðfræði og leik með tölur. Á þriðjudaginn fórum við í íþróttahúsið þar sem börnin voru á fullu í hreyfingu. Á fimmtudag kom 6. bekkur að heimsækja okkur og þá var líka val á báðum deildum þar sem krakkarnir geta valið á hvorri deildinni þau leika sér og geta skipt reglulega um stað ef þau vilja. 6. bekkingar tóku þátt í leiknum og einhverjir fengu systkini í heimsókn og aðrir frænda, frænkur eða vini. Það er alltaf gaman að fá heimsókn frá Varmahlíðarskóla og allir skemmtu sér vel. Við erum líka búin að vera dugleg að vera úti í snjónum og kuldanum og snjórinn alveg að slá í gegn hjá börnunum, en þegar það er svona kalt erum við ekki lengi úti í einu en alltaf gott að fá frískt loft í smá stund. Næstkomandi föstudag er bóndadagur og gömlufatadagur í Birkilundi.
2. - 6. janúar Gleðilegt ár frá okkur á Könglalandi.
Við erum að koma okkur af staða eftir frekar annasaman desember í jólaföndri og allskins jólahefðum. Í næstu viku áætlum við að fara aftur af stað með skipulagt hópastarf og Gaman saman er komið á fullt aftur hjá skólahóp. í Vikunni fór skólahópurinn í samfélagsfræði með 4. bekk með Varmahlíðarskóla. Í næstu viku er síðan áætlað að við förum aftur í skólann í Leikum og lærum með 1. bekk. 6. bekkur ætlar svo að koma í heimsókn í Birkilund fimmtudaginn 12. jan.
_________________________________________________________________________________
Nóvember og desember
Það er mikið búið að vera að gera hjá okkur á Könglalandi í nóvember og það sem af er desember.
í nóvember byrjaði skólahópurinn mánuðinn á því að fara og sjá leiksýninguna Lofthræddi örninn Örvar í Miðgarði þar sem öllum skólahópum og 1-3. bekk grunnskóla í Skagafirði var boðið að koma og sjá. Krakkarnir í Sólarhóp voru til mikillar fyrirmyndar þar og sátu og horfðu á þessa flottu sýningu. Í nóvember var líka náttfatadagur þar sem allir komu í náttfötum og 1. bekkur kom að heimsækja skólahóp og það var haldi náttfataball fyrir þau. Allir skemmtu sér vel þar og það var gaman að fá krakkana í heimsókn. Við buðum svo foreldrum í kaffi í leikskólann. Börnin voru búin að baka dýrabrauð sem þau buðu upp á ásamt vöfflum og skúffuköku. 7. bekkur kom síðan til okkar 16. nóvember og las fyrir börnin í tilefni dags íslenskrar tungu. Okkur finnst alltaf gaman að fá krakkana úr skólanum til okkar og börnin hlustuðu með áhuga á 7. bekkinga lesa. Þau fóru síðan að leika sér við krakkana sem var ekki síður skemmtilegt. Sólarhópur fór svo upp í Varmahlíðarskóla í ensku með 1. og 2. bekk og síðan fengu þau að prófa að borða í mötuneytinu í skólanum. Þetta gekk allt mjög vel. Við á Könglalandi fórum einnig á generalprufu á Ávaxtakörfunni í Miðgarði hjá 1-6. bekk Varmahlíðarskóla. Aðventan byrjaði síðast í nóvember og við skárum út í laufabrauð og börnin máluðu glærur í gluggana. Þau er farin að föndra jólaskraut og krakkarnir í leikskólavalinu sem hafa komið til okkar tvo daga í viku í vetur hafa verið dugleg að föndra með börnunum fyrir jólin. Börnin á Könglalandi eru búin að vinna mikið við föndur á jólagjöf til foreldra í þessum mánuðu sem er náttúrulega algjört leyndarmál.
Í desember erum við búin að baka og skreyta piparkökur. Skreyta deildina okkar fyrir jólin og kveikja á aðventukransinum. Við setjum á dagatal á hverjum degi og syngjum jólaög og lesum jólasögur. Börnin eru búin að vera mjög dugleg á deildinni að fara eftir SMT reglunum okkar og fylltu brosblöðrurnar og fengu að sjálfsögðu umbunina sem þau voru búin að velja sér. Það var sem sagt andlitsmálningadagur þar sem allir fengu andlitsmálun sem alltaf virðist slá í gegn :) Það var jólaþemadagur hjá okkur þar sem allir sem vildu komu í einhverju jólalegu. Á þriðjudaginn 13. des nk. er svo vasaljósadagur þar sem allir mega koma með vasaljós og við ætlum í tilefni af því og aðventunni að fara í aðventugöngu í skóginn okkar með ljósin í næstu viku ef veður leyfir (sem er mjög líklegt). Myndir frá nóv. og des. eru komnar í myndaalbúm.
_________________________________________________________________________________________________________________________________
1. nóv 2016
Októberfréttir
Í október var mikið um að vera hjá okkur á Könglalandi. Veðrið hefur leikið við okkur allan mánuðinn og við höfum verið mikið úti að leika okkur. Við tökum á móti leikskólavali tvisvar í viku og þá erum við annað hvort úti í einhverjum leikjum sem krakkarnir eru með okkur í eða við erum inni í föndri eða leik. Í leikskólavali á miðvikudögum í október voru Erna Sigurlilja, Elín Rós, Stefanía og Vigdís og á fimmtudögum voru Sara María og Halldóra Árný. Skólahópurinn fór í heimsókn í Varmahlíðarskóla í smíðar og textíl á meðan Litahópurinn er í hópastarfi á deildunum.Við höfum líka fengið til okkar gesti úr Varmahlíðarskóla því að krakkarnir úr 3. 4. og 5. bekk hafa allir komið og heimsótt okkur í Birkilund í október. Kristín Halla kom til okkar 2 þriðjudaga í október og var allskonar leiki í tónlistinni sem allir hafa mjög gaman af. Það var bókavika þar sem krakkarnir komu með bækur sem við lásum svo saman. Það var líka bangsadagur og þann dag fengu bangsarnir að koma með á leikskólann sem var mikið fjör. Vinadagurinn var haldinn í október og þá fór Sóllarhópurinn á leikskólann Ársali og hitti krakkana í skólahóp þar og fóru svo í íþróttahúsið og skemmtu sér þar með krökkum í leikskólum og grunnskólum í Skagafirði. Myndir eru komnar í myndaalbúm.
___________________________________________________________________________________________
Eftir sumarfrí erum við búin að gera ýmislegt. Við erum búin að fara í göngutúra og heimsóknir. Við fórum í heimsókn á Reyniland, við fórum í berjamó, skruppum í göngutúr sem endaði á hoppudýnunni á tjaldsvæðinu, fórum í skóginn og margt fleira. Við erum líka búin að leika inni á deild þar sem getur verið mikið fjör.
Hópastarfið er byrjað með aðeins öðru sniði en við erum vön þar sem við notum allt húsið og við skiptumst á að vera á deildunum og flestum finnst það mjög gaman og góð tilbreyting. Hópastarfið hjá okkur byrjar kl 9 - 10 alla morgna nema föstudagsmorgna en þá er opið milli deildanna og börnin geta valið á hvorri deildinni þau leika sér. Undir linknum hópastarf er að finna hópana og staðsetningu þeirra
Á mánudögum og fimmtudögum milli 10 og 11 er svo sameiginlegt val hjá Könglalandi og Kvistalandi, þau geta börnin valið á hvaða deild þau leika sér og geta skipt reglulega.
Gaman saman verkefnið er byrjað og við erum búin að taka á móti 1. bekk sem kom til okkar í heimsókn og svo er Sólarhópur búinn að fara sína fyrstu heimsókn í Varmahlíðarskóla. Þau fóru í heimsókn í bókasafnstíma hjá Ragnheiði og 1 bekk sem gekk mjög vel og öllum þótti mjög gaman og þau voru mjög áhugasöm um verkefnið sem lagt var fyrir þau.
Leikskólaval er hjá okkur en þá koma krakkar úr 8 og 9. bekk Varmahlíðarskóla og eru með okkur á miðvikudögum og fimmtudögum.
Kristín Halla er með tónlistina hjá okkur og tímarnir hjá henni byrjuðu í síðustu viku en við verðum í tónlist annan hvern þriðjudag og í íþróttarhúsinu hinn þriðjudaginn á móti.
Myndir af starfinu í haust eru komnar í myndasafn.